Markmið & tilgangur

Markmið & tilgangur2018-02-03T17:04:53+00:00

ÍTF eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu og hafa þau að markmiði eftirfarandi:

  • Að skapa félögunum sem best rekstrarskilyrði og stuðla að vexti og framgangi íslenskrar knattspyrnu. Forsenda þess er að metnaður verði lagður í að styrkja og bæta deildakeppni í knattspyrnu á Íslandi.
  • Að verða viðurkennd af Knattspyrnusambandi Íslands og alþjóðasamtökum sem sá aðili sem kemur fram fyrir og ver hagsmuni knattspyrnufélaga á Íslandi.
  • Að taka þátt í ákvörðunartöku er varða mótahald efstu deilda karla í knattspyrna

  • Að eiga hlutdeild að annarri ákvarðanatöku innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem snýr að hagsmunum félaga í efstu deildum karla, þ.m.t. samningsgerð vegna markaðs- og sjónvarpsréttinda

  • Að miðla þekkingu til aðildarfélaga sinna

  • Að stuðla að samvinnu ÍTF og KSÍ að öllum málum er snúa að félögunum og hagsmunum þeirra

  • Að verja hagsmuni aðildarfélaga varðandi notkun annarra aðila á nafni, merki og öðrum réttindum félaganna

ÍTF skal vinna að þessum markmiðum í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands, alþjóðleg knattspyrnusambönd, erlend samtök knattspyrnuliða og önnur knattspyrnufélög í landinu.

Það rúmast innan þessara markmiða og tilgangs að ÍTF stofni rekstrarfélög, eftir atvikum í samstarfi við aðra, um tiltekna þætti.

Fjárhagslegur ávinningur af starfi samtakanna skal skila sér til aðildarfélag ÍTF á hverju rekstrarári eins og frekast er kostur.