Sáttmáli aðildarfélaga ÍTF

Aðildarfélög ÍTF samþykkja eftirfarandi sáttmála sín á milli:

  • Að vera ekki aðili að öðrum samtökum knattspyrnufélaga í efstu deildum karla og kvenna að KSÍ undanskildu
  • Að greiða árgjald samtakanna

  • Að vera virkur meðlimur og taka þátt í ákvarðanatöku samtakanna
  • Að vinna að heilindum með ÍTF og aðildarfélögunum og sýna aðilum virðingu í samskiptum
  • Að leita leiða innan ÍTF til málamiðlana og lausna ef ágreiningur hvers konar kemur upp á milli aðildarfélaga
  • Aðildarfélög skuldbinda sig til að hlíta ákvörðunum félagsfunda og starfa í samræmi við ákvarðanir félagsfunda
  • Aðildarfélög leita til stjórnar ÍTF og félagsfunda eftir aðstæðum varðandi meðferð vörumerkja félaganna og skulu hagsmunir heildar hafðir að leiðarljósi