ÍTF er ætlað að gæta hagsmuna aðildarfélaga sinna og geta aðildarfélög leitað til stjórnar og starfsmanns ÍTF varðandi öll þau málefni sem snúa að hagsmunum þeirra.  Meðal verkefna ÍTF er:

  • Að aðstoða félög í samskiptum við erlend félög, s.s. vegna félagaskipta, skipulagningu leikja, æfingaferða o.fl.

  • Að aðstoða félög i samskiptum við KSÍ og nefndir innan sambandsins

  • Að aðstoða félög varðandi niðurröðun móta og einstakra leikja

  • Að vernda markaðsréttindi félaga

  • Að vera leiðandi í setningu regluverks knattspyrnuhreyfingarinnar

  • Að endurskoða reglugerðir og lög knattspyrnuhreyfingarinnar eftir því sem þörf er á

Fjölmörg málefni snúa að hagsmunum aðildarfélag og geta félögin leitað aðstoðar með því að senda tölvupóst á póstfangið thorir@trottur.is