Fullt hús var út að dyrum í KSI á síðasta föstudag þegar Martin Ygre frá Norsk Toppfotball kom hingað til lands og hélt kynningu um markaðssetningu á Norsku deildinni. Hann fór yfir hvernig Norskur Toppfótbolti og sambandið í sameiningu fór í gagngerða endurmarkaðssetningu á deildinni og endurskýrði vörumerkið úr „Tippaligaen“ í „Eliteserien“, fóru semsagt úr því að eitt fyrirtæki sponsoraði deildina í að deildin fengi nýtt nafn og allt markaðsefni var eins – og útbúið fyrir öll liðin.
Ástæðan fyrir því að endurmarkaðssetning fór af stað var að aðsókn var farin að dala og að markhópur sem var að sækja völlinn var farin að eldast.
Markmiðið var að yngja markhópinn og tengja íþróttina meira fjölskyldum.
Hann fór yfir ferlið á þessari markaðssetningu en undirbúningur allur tók um 18 mánuði áður en nýja conseptið var kynnt. Þau könnuðu hvað áhorfandinn væri að sækjast eftir og brugðust við niðurstöðum með ákveðnum og skipulögðum hætti.
Aðsókn deildarinnar hefur aukist lítillega , aukin áhersla á fjölskyldur, betri tímasetningar, leikur umferðarinnar og fleira en litið er á þetta verkefni sem langtímaverkefni og hefur deildin sett sér ákveðin markmið varðandi fjölgun áhorfenda sem og aukið markaðsvirði.
Þetta var mjög áhugavet erindi frá Martin þar sem íslenska deildin stendur frammi fyrir sama vandamáli um aðsókn á leikjum hérlendis.
ÍTF þakkar góðar viðtökur og góða mætingu á fyrirlesturinn.