Aðalfundur ÍTF var haldinn þann 17. febrúar 2020 í Laugardalnum hjá KSÍ/ÍTF.
Á fundinn mættu fulltrúar 19 aðildarfélaga ásamt því að í fyrsta skiptið var fundurinn sendur út í gegnum netið þar sem 7 aðildarfélög tóku þátt. Haraldur Haraldsson var endurkjörinn formaður ÍTF til eins árs. Á fundinum var kosið um þrjú laus sæti í stjórn ÍTF og var Jónas Kristinsson (KR) endurkjörinn í stjórn ásamt tveimur nýjum aðilum þeim Sævari Péturssyni (KA) og Helga Aðalsteinssyni (Breiðablik). Undir önnur mál hélt Jónas Gestur og Gunnar Þorðvarðarson frá Deloitte kynningu á fjármálum fótboltafélaga og könnuðu áhuga aðildarfélaga ÍTF á gerð álíka skýrslu fyrir íslensk fótboltafélög. Vel var tekið í erindið og mun ÍTF og Deloitte hefja þá vinnu fljótlega.
Ný stjórn ÍTF 2020 er því skipuð eftirfarandi aðilum:
Haraldur Haraldsson (Víkingur RVK) – formaður
Victor Ingi Olsens (Stjarnan)
Sveinbjörn Másson (Selfoss)
Jónas Kristinsson (KR)
Sævar Pétursson (KA)
Helgi Aðalsteinsson (Breiðablik)
Framkvæmdastjóri ÍTF er Birgir Jóhannsson