Ársþingið hófst um klukkan 11.00 og stóð til 17.30. Um kvöldið var svo kvöldverður í boði KSÍ.

Á þinginu voru lagðar fram tillögur að heildarendurskoðun laga KSÍ sem starfshópur frá ársþinginu 2017 hafði unnið af og lagðar voru fram af stjórn KSÍ. Stór hluti aðildarfélaga ÍTF lagði fram breytingatillögur við tillögur stjórnar KSÍ og í þeim fólst m.a. að gagnsæi yrði aukið, þátttaka aðildarfélaga í ákvarðanatöku yrði með beinni hætti innan stjórnar KSÍ og fulltrúafjölda á þingi yrði breytt í samræmi við umfang félaga að einhverju leyti. Hvorki náðist samstaða um tillögur stjórnar KSÍ né breytingatillögur og var því samþykkt að fresta breytingum á lögum til næsta ársþings og að unnið yrði betur að breytingunum.

Í ljósi þeirrar umræðu sem fram fór á þinginu mun ÍTF leggja áherslu á meiri samræðu við stjórn KSÍ um málefni sem snúa beint að hagsmunum félaganna innan okkar samtaka og verður hafist handa við þá vinnu í beinu framhaldi af þinginu.

Tveir nýjir meðlimir voru kjörnir inn í stjórn KSÍ, þeir Ingi Sigurðsson frá Vestmannaeyjum og Valgeir Sigurðsson úr Garðabæ en í kjöri voru 10 aðilar um 4 sæti í stjórn. Niðurstaða kosninganna var sem hér segir:

Ingi Sigurðsson 109 atkvæði

Gísli Gíslason 80 atkvæði

Ragnhildur Skúladóttir 72 atkvæði

Valgeir Sigurðsson 63 atkvæði

Rúnar Arnarsson 55 atkvæði

Sigmar I Sigurðsson 43 atkvæði

Helga S Jóhannesdóttir 40 atkvæði

Ásgeir Ásgeirsson 33 atkvæði

Valdimar L Friðriksson 27 atkvæði

Ríkharður Daðason 14 atkvæði