Stjórn ÍTF hefur ráðið Birgi Jóhannsson í starf framkvæmdastjóra ÍTF. Hann tekur til starfa þann 15. janúar 2020. Alls bárust 26 umsóknir um starfið.
Birgir hefur undanfarin 6 ár verið framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH og þar áður Aðalstjórnar FH. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur jafnframt lokið Club Managment Program hjá ECA, fyrstur íslendinga. Hann hefur einnig setið fjölda ráðstefna og námskeiða vegna verkefna tengda knattspyrnufélögum.

Starfslýsing framkvæmdastjóra:

 • Sér um daglegan rekstur ÍTF, gerð áætlana og öflun tekna með samningagerð og styrkjum.
 • Fylgir eftir þeim ákvörðunum sem stjórn ÍTF tekur hverju sinni.
 • Er í forsvari fyrir gerð samninga um sjónvarps-og markaðsréttindi deilda f.h. ÍTF og skipuleggur vinnu við gerð nýrra samninga með þeim áherslum sem stjórn ÍTF ákveður í samráði við aðildarfélögin.
 • Er í forsvari við gerð annarra samninga við samstarfs – og styrktaraðila
 • Er í samskiptum við aðildarfélög og aðstoðar þau eftir bestu getu með hagsmuni heildarinnar í huga. Leitar leiða innan ÍTF til málamiðlana og lausna ef ágreiningur hvers konar kemur upp á milli aðildarfélaga
 • Er í samskiptum og góðum tengslum við KSÍ og starfsmenn skrifstofu varðandi öll þau málefni sem snúa að félögunum og deildakeppninni.
 • Er í samskiptum við erlenda samstarfsaðila og deildasamtök.
 • Umsjón með upplýsingagjöf á heimasíðu ÍTF og öðrum samfélagsmiðlum

Helstu verkefni á næstu misserum:

 • Samningamál leikmanna og félaga – samningsformið o.fl.
 • Samstarfsaðilar ÍTF – samningagerð o.fl.
 • Sjónvarps – og markaðsréttindi – undirbúningur nýrra samninga
 • Tryggingamál leikmanna og félaga