KSÍ boðaði yfirþjálfara félaga á fund. Skv. leyfiskerfi KSÍ ber félögum sem eru undir leyfiskerfi að hafa yfirþjálfara. Á fundinum kom það fram að yfirþjálfarastaða er mjög mismunandi hjá félögum, sumir eru með 20% stöðu og önnur félög með 100% stöðu. Starfið skiptist í þjálfun, skrifstofa og úti á velli.
Fundurinn var haldinn 27.janúar í KSÍ og mættu yfirþjálfarar frá mörgum félögum. KSÍ hafa meira aðgengi að yfirþjálfurum og samskipti landsliðsþjálfara ættu að faraí gegnum yfirþjálfara hjá félögum. Stefna KSÍ er að kalla saman yfirþjálfara tvisvar sinnum á ári til fundar til að hafa meiri yfirsýn og miðla þekkingu og upplýsingum til félaga.