Föstudaginn 2.mars kemur hingað til okkar í heimsókn Martin Ygre sem er markaðsstjóri Norsk Toppfotball og verður hann með fyrirlestur í húsakynnum KSÍ um markaðssetningu norsku deildarinnar og ýmislegt annað tengt markaðsmálefnum deildarinnar og félaganna.
Þetta er mjög áhugaverður fyrirlestur og eru aðildarfélög ÍTF hvött til þess að mæta, bæði Pepsi-deildar félögin og Inkassodeildar félögin. Í fyrirlestrinum verður m.a. farið yfir ýmislegt sem tengist því hvað hægt er að gera til þess að auka áhuga á deildunum, fá fleiri áhorfendur og í raun hvaða leiðir hafa verið farnar í Noregi.