Knattspyrnusamband Íslands og Íslenskur Toppfótbolti sendu í gær frá sér beiðni um tillögur (Request for Proposal) vegna úthlutunar sjónvarpsréttinda fyrir næstu fjögur ár (2022-2025) varðandi tvær efstu deildir knattspyrnu karla og kvenna, ásamt Bikarkeppni KSÍ karla og kvenna og Meistarakeppni karla og kve

nna og deildarbikar karla og kvenna. Gögnin eru á ensku, en falla engu að síður undir íslensk lög.

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og Íslenskur Toppfótbolti (ÍTF) sendu í gær frá sér beiðni um tillögur (e. “Request for Proposals”) vegna úthlutunar sjónvarps- og útsendingaréttinda fyrir næstu fjögur ár (2022-2025) varðandi tvær efstu deildir knattspyrnu karla og kvenna, ásamt Bikarkeppni KSÍ karla og kvenna,  Meistarakeppni KSÍ og deildarbikar karla og kvenna.  Núverandi rétthafi er Sýn.Sjónvarpsréttindi ÍTF og KSÍ 2021Fjölmargir innlendir og erlendir aðilar hafa óskað eftir gögnum þar að lútandi.  Leitað verður síðar eftir tilboðum í svokallaðan veðmálarétt og útsendingarétt utan Íslands.

Um er ræða tímamótaverkefni þar sem aldrei fyrr frá fyrsta formlega Íslandsmótinu árið 1912 (karlar) og 1972 (konur) hefur þessi leið verið farin og í fyrsta sinn sem ÍTF sér um úthlutunina varðandi keppni efstu tveggja deilda Íslandsmótsins.   Sömu sögu er að segja varðandi útsendingar frá Bikarkeppni KSÍ sem hófst 1960 hjá körlum og 1981 hjá konum.  KSÍ og ÍTF ákváðu snemma í ferlinu að gera þetta sameiginlega og hafa átt í nánu og ánægjulegu samstarfi. 

Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum varðandi úthlutun og nýtingu sjónvarpsréttinda og framleiðslu sjónvarpsmerkis þar sem stafræn tækni er alls ráðandi.  KSÍ og ÍTF hafa lýst yfir áhuga á að nýta enn betur þessa tækni og óska eftir hugmyndum og tillögum frá áhugasömum fyrirtækjum.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að hafa samband við toppfotbolti@toppfotbolti.is eða ksi@ksi.is